Touhg Cookies!!

Ég verð nú bara að fá að taka undir með aðstandendum Sharon Tate. Ef þú ert dæmdur í lífstíðar fangelsi, eða eins og þeir kalla það "life without parole", sem ég held ég fari rétt með að hún hafi verið dæmd til, þá verðurðu í fangelsi það sem þú átt eftir ólifað. Af hverju ættu morðingjar að fá "mannúðarlausn"? Morð er ekki alveg það mannúðlegasta sem er hægt að gera. Maður léti það kannski vera ef um væri að ræða einhvern verðbréfagutta sem sæti inni fyrir innherja viðskipti, en ekki morðingja. punktur og basta.

P.s. Var það þessi sem fann upp Atkins-kúrinn?


mbl.is Neitað um lausn úr fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að vissu leiti er ég líka sammála - EN - hvað með þessa fanga sem fá "lífstíðardóm" á Íslandi (og annarsstaðar) og losna síðan eftir 5-7 ár!! vegna góðrar hegðunar eða "what ever" !!!!

Þeir drápu kanski ekki móður og ófætt barn .... en kanski 1-2-3 eða fleiri!!!!

Eigum við ekki öll ríki heims bara að taka upp "dauðadóm" ... auga fyrir auga o.s.frv.   -  er það ekki bara málið????

Auður (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 00:57

2 identicon

Þú ferð ekki rétt með að hún hafi verið dæmd í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn, hún var dæmd til dauða, en þeim dómi var síðan breytt í lífstíðarfangelsi.  Hún hefur rétt á reynslulausn og hefur sótt um það margoft, en því hefur að sjálfsögðu verið hafnað jafn oft.

Sveinn H. Þ. (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 02:08

3 identicon

Auður: Það hefur aðeins einn maður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á Íslandi í héraðsdómi og þeim dómi var breytt í 20 ára fangelsi í hæstarétti. Ég veit ekki hvaða fanga þú ert að tala um.

Auga fyrir auga er auðvitað gríðarlega skynsöm lausn. Þá getum við stofnað sérstaka sveit refsara sem sjá um að lúskra á öllum þeim sem eru dæmdir fyrir líkamsárásir t.d. auðvitað með nákvæmlega sömu aðferðunum og þeir dæmdu notuðu. Erfiðara að fylgja þessu eftir í fjársvikamálum, fíkniefnamálum og svipuðu.

Karma (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Sigurbjörn Gíslason

Að sjálfsögðu þarf refsingin að henta glæpnum og ég nefndi auga fyrir auga hvergi nokkursstaðar, enda alfarið á móti dauðarefsingum. Hvað sem því líður er ég líka alfarið á móti því að sleppa dæmdum morðingjum til þess að þeir geti dáið frjálsir menn/konur, Mér finnst þeir bara ekki eiga það skilið. Svo vil ég benda á að það er verið að tala við manneskju úr Manson fjölskyldunni en ekki einhvern John Doe sem framdi morð í ölæði eða eitthvað álíka. Morð og morð er nefninlega ekki það sama.

Sveinn, takk fyrir leiðréttinguna.

Sigurbjörn Gíslason, 17.7.2008 kl. 12:46

5 identicon

Ég var reyndar að svara Auði hér að ofan Sigurbjörn með auga fyrir auga.

Ég er sammála þér að þessi manneskja eigi að eyða öllum sínum fáu dögum innan veggja fangelsissjúkrahúss.

Karma (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband