Já aldurstakmarkið er að virka svona vel!!

Þetta eru fimmtu írsku dagarnir í röð sem ég er að vinna sem dyravörður (2 ár fyrir Björgunarfélag Akraness) og þetta er það rólegasta sem ég hef séð, þó er ekki þar með sagt að nóttin hafi verið róleg því það var hún alls ekki.

Ég vil meina að þetta sé að stóru leiti að þakka aldurstakmarkinu á tjaldstæðinu því aldrei þessu vant voru heimamenn í meirihluta óróaseggja í gær, þ.e.a.s. það sem að okkur snéri, fyrir lögregluna ætla ég ekki að svara en þeir fá hrós frá mér fyrir skjót viðbrögð þegar við þurftum á þeim að halda í nótt.

Svo fólk sem kallar svona aldurstakmörk "fasisma" og er með tóman kjaft ætti að prófa að vera hinumegin við borðið, það væri gaman að heyra í þeim eftir eina svona nótt.


mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér. Ég er dyravörður á Akureyri og kannast alveg við það sem þú ert að segja.

Þetta með fasismann er góður punktur, fólk nöldrar líka útaf ofbeldi lögreglu. Ég styð lögregluna 100% í þessu. Þeir reyna yfirleitt að byrja á að ræða við fólk, rétt eins og við dyraverðir, en stundum þarf bara að taka menn með valdi og meiða þá til að fá þá til að hlýða. Þá fer fólk að tala um ofbeldi og árásargirni lögreglu eða dyravarða.

Haukur Litli (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:24

2 identicon

Ég skil nákvæmlega hvað þú ert að fara. Hef unnið á tjaldsvæðunum á Akureyri þó nokkur sumur, bæði bíladögum og verslunarmannahelgum og það er staðreynd að stemningin er allt önnur ef aldurstakmarkið er híft upp fyrir 20. Það er því miður ekkert annað en óskhyggja að halda að djammþyrst ungmenni, 18- 20og eitthvað og værukært fjölskyldufólk geti verið í sátt á sama tjaldsvæðinu. Að stefna þessum hópum saman um stóru helgarnar er að mínu áliti eins og að ætla að reka hótel og næturklúbb í einu og sama rýminu.

Arnór B. Hallmundsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 17:23

3 identicon

Já "fasismi" ef maður segir eitt og "rasismi" ef maður segir annað.

Það var samt talsvert af "utanbæjarunglingum" á kvöldvökunni í gær vona bara að kvöldið í kvöld verði ekki skelfing

Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Sigurbjörn Gíslason

Aðvitað var alveg hellingur af aðkomufólki hérna í gær og verður sennilega meira í kvöld en það er eins og allt ( ja flest allavega) vitlausa liðið hafi setið heima í gær og ég vona (7,9,13) að þeir geri það líka í kvöld

Sigurbjörn Gíslason, 5.7.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband