Hvað er að sumu fólki????

Það hættir aldrei að koma mér á óvart hversu margir virðast halda það að í stjórnarskrárbundnum rétti þeirra til mótmæla felist einnig réttur til þess að vaða uppi með ofbeldis- og skemmdarverk. Þó er eitthvað sem segir mér að þetta fólk sem er með öll þessi læti sé þarna eingöngu í þeim tilgangi að egna til illinda við lögregluna og alltaf verða þeir jafn hissa þegar lögreglan svarar árásum á sig með þeim aðferðum og vopnum sem þeir hafa yfir að ráða. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum er ólöglegt að ráðast á fólk (alveg sama hvort það klæðist einkennisfatnað lögreglu eður ei) og vinna skemmdarverk á almannaeigum. Þarf það þá að koma einhverjum á óvart að lögregla bregðist við lögbrotum sem eru framin fyrir framan nefið á henni???? Er það bara ég eða er það ekki akkúrat hlutverk lögreglunar að halda uppi lögum og reglu????

Ég get vel skilið að fólk sé reytt en það er bæði gömul saga og ný að verki framin í reyði eru allajafna vanhugsuð og órökrétt. 

Að sama skapi er full ástæða til að hrósa þeim mótmælendum sem slógu skjaldborg um lögregluna, þau virðast vera að mótmæla á réttann hátt og á réttum forsendum en þeir sem vaða uppi með ofbeldi og skemmdarverk eiga hvergi annarsstaðar heima en í grjótinu!!


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Varst þú við þjóðarleikhúsið í fyrradag Sigurbjörn ? Nei ég hélt ekki , því ef þú hefðir verið þar og ekki siðblindur , þá myndir þú vita að það er afar takmarkaður geislabaugur yfir höfðum þessarra svörtu "séntilmenn" . Mér hefur alltaf fundist skemmtilegra að þekkja til um hlutina sem ég er að blogga um , og þætti vænt um að svo væri um alla . Ég er ekki að verja það sem gert er á myndbandinu en , , , , ,     .

Hörður B Hjartarson, 22.1.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Sigurbjörn Gíslason

Það er að sjálfsögðu misjafn sauður í mörgu fé og mér dettur ekki í hug að halda því fram að það sé ekkert athugavert við einhverjar aðgerðir lögreglu, enda minnist ég þess ekki að hafa sagt eitt einasta aukatekið orð um það. Það sem ég var að benda á, réttilega að mínu mati, er fáránleikinn sem liggur í því að brjóta lög fyrir framan lagana verði og bölsóttast svo yfir því að lögreglan sinni starfi sínu. Ég hef heyrt marga halda því fram að lýðræðið sé fótum troðið en mér vitanlega er lagasetning einn af hornsteinum lýðræðis en svo leyfir fólk sér að vera móðgað yfir því að lögum sé framfylgt, oftar en ekki í sömu setningu. Ég spyr, er þetta fólk ekki komið í hrópandi mótsögn við sjálft sig???????

Sigurbjörn Gíslason, 22.1.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband